Gjalddagi í dag

Gjalddagi í dag
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Það er gjalddagi í dag,
á sæluna sem tók ég út í nótt,
tók til þess að komast upp á topp.
Ég þarf að þjást í dag,
þetta á sér fylgifag,
þú hefðir átt að hljóða og segja stopp.

Það er gjalddagi í dag,
á reykinn sem að svældi ég í nótt
í þeirri von að komast upp á topp.
Mér alls ekki er rótt,
nú ástandið er ljótt,
þú hefðir átt að hljóða og segja stopp.

Þú lofaðir að hætta‘ að drekka brennivín og bjór,
þú lofaðir að hætta‘ að gera það.
Þú lofaðir að hætta‘ að reyna við hana
Siggmúndu á neðri hæðinni.

Þú lofaðir að hætta‘ að drekka brennivín og bjór,
þú lofaðir að hætta‘ að gera það.
Þú lofaðir að hætta‘ að reyna við hana
Siggmúndu á neðri hæðinni.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]