Mála bæinn rauðan
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)
Stendur fyrir framan vaskinn,
vatnið er kalt.
Uppvaskið bíður og vona
að þú takir til við það.
Þú ert ekki í neinu stuði
fyrir eitthvað diskastand,
horfir út um gluggann,
ert til í að gefa skít í allt.
Viðlag
Í nótt
í nótt
skal ég mála bæinn rauðan.
Kvöldið er seiði magnað,
myrkrið er heitt,
siðfræðin slekkur ljósið,
hún er svo þreytt.
Tekur, tekur til fóta,
setur í þriðja gítar,
hart beat hugsanir þjóta,
öskrar þig af stað.
Viðlag
[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]














































