Voða, voða stór

Voða, voða stór
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ef tætirðu niður allt nútímastöffið,
stendur í fæturnar alveg eins og ljón.
Bendir á misgjörðir, bendir á blöffið,
vinnur á velferðarskútunni tjón
þá verðurðu voða voða voðalega stór.

Þú bendir á væmni og vitstola karla,
kerfið sem allt saman hryggir þinn hug
þig hungrar í efni sem úr mætti malla
misjafna sögu um misjafnan dug.
En þú ert nú voða, voða voðalega stór.

Já þú ert svo voða, voða, voðalega stór.

Nei, það er ekki nóg að velkjast í tárinu,
rakka allt niður, naga og ræða
því þegar hrúðrið er rifið af sárinu
heldur það bara áfram að blæða.
Og þú verður voða, voða voðalega stór.

Þinn forgrunn má lesa úr metsölubókum,
margnýddur faðir þinn fær þar sinn skammt.
Þú sálina geymdir í hlandþófnum brókum.
Það er ekki furða þó geðið sé grammt.
En þú ert nú voða, voða voðalega stór.
Þú ert nú voða, voða voðalega stór.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]