Hrúturinn (hamingjunni að þakka)

Hrúturinn (Hamingjunni að þakka)
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Það er hamingjunni að þakka,
að við eigum þetta hús.
Við keyptum fimm slátur í pakka
og minnkuðum allt bús.
Það er hamingjunni að þakka,
að við eigum nýjan bíl,
hund og ótal krakka
og hugsjónir í stíl.

Það er hamingjunni að þakka
að saman skyldum við
alla okkar skólagöngu
sitja hlið við hlið.
Ó, ég meina þetta Klara.
Því neitarðu að svara?

Það er hamingjunni að þakka
að þú átt frænda í sveit,
sem á haustin sendir pakka,
svo við verðum rjóð og feit.
Það er hamingjunni að þakka
að við eigum þetta hús.
Við keyptum fimm kjúklinga í pakka
og brugguðum allt bús.

Það er hamingjunni að þakka
að saman skyldum við
alla okkar skólagöngu
nota sama strokleðrið.
Ó, ég meina þetta Klara.
Því neitarðu að svara?

Hrút, við eigum heilan hrút.
Í frystikistunni er gott að eiga hrút.
Hrút, við eigum heilan hrút.
Í klakaboxinu er gott að eiga hrút.
Ef það koma gestir, er æði að eiga hrút.

Tókum hrút, sérhvern bút, skárum út.
Við settum hann í lofttæmdar.
Það er gott að eiga lofttæmdar.
Mældum út, heilan hrút, sérhvern bút,
settum við í lofttæmdar.
Það er gott að eiga lofttæmdar.

Það er hamingjunni að þakka
að þú átt afa í sveit,
sem á haustin sendir pakka,
svo við verðum rjóð og feit.
Það er hamingjunni að þakka,
að við negldum þetta hús.
Við keyptum fimm slátur í pakka
og brugguðum allt bús.

Það er hamingjunni að þakka,
að saman skyldum við
alla okkar skólagöngu
nota sama strokleðrið.
Ó, ég meina þetta Klara.
Því neitarðu að svara?

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]