Veðurhorfur næsta sólarhring

Veðurhorfur næsta sólarhringinn
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Nú er úti veður vont,
verður allt að klessu.
En Vindur veðurfræðingur
skellihlær að þessu.

Því nú fer allt að fjúka, allt að fjúka,
eitthvað út í bláinn, eitthvað út í bláinn.

Fjúka vísaeyðublöð,
eitthvað út í bláinn.
Skuldseig kerling verður glöð,
því stöðugt versnar spáin.

Nú fer allt að fjúka, allt að fjúka,
sængurver og lök, koddaver og þök.

Veðurhorfur næsta sólarhring,
fjúka dagblöð kringum moldarbing.
Veðurhorfur næsta sólarhring,
fjúka dagblöð kringum moldarbing,
Bing og Gröndal,
bing, Bing og Gröndal.

Fyrir sunnan Færeyjar,
er þrumu þrýstisvæði.
Þegar það nálgast Íslandsmið,
verður það algert æði.

Því þá fer allt að fjúka, allt að fjúka,
gardínur og lök, koddaver og þök.

Veðurhorfur næsta sólarhring,
fjúka dagblöð kringum moldarbing.
Veðurhorfur næsta sólarhring,
fjúka dagblöð kringum moldarbing.
Bing, Bing, Bing, Bing og Gröndal
því nú fer allt að fjúka.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]