Black diamond mun vera einn sérstæðasti dúett íslenskrar tónlistarsögu en hann skipuðu þeir Silli Geirdal bassaleikari (Dimma, Stripshow o.fl.) og Geir Ólafsson trommuleikari sem síðar hefur aðallega verið í hlutverki söngvara.
Þeir félagar voru ellefu ára gamlir árið 1984 þegar þeir hituðu upp fyrir hljómsveitina Frakkana á Kjarvalsstöðum en líklega kom Black diamond ekki aftur fram opinberlega.














































