Frá árinu 1999 að minnsta kosti hefur verið starfandi hljómsveit undir nafninu Bræðrabandið (þeir hafa einnig kallað sig Brødrene Undskyld), sem hefur leikið við ýmis tækifæri við kirkjur höfuðborgarsvæðisins, m.a. við svokallaðar æðruleysissamkomur.
Það eru bræðurnir Hörður Bragason og Birgir Bragason sem skipa Bræðrabandið en einnig hefur fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson leikið með þeim margsinnis, Gunnar Kvaran sellóleikari hefur ennfremur komið við sögu sveitarinnar. Ýmsir gestir hafa sungið með þeim félögum, Anna Sigríður Helgadóttir langmest en einnig má hér nefna Ruth Reginalds og Þóru Gísladóttur.
Eitt lag hefur komið út með sveitinni en það birtist á safnplötunni FB 25 ára sem kom út árið 2000.














































