Dauði Snorra Sturlusonar
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])
Þeir riðu átján eins og gengur
eftir miðjum Reykholtsdal
með nýja hjálma, nýja skildi,
nýja skó og troðinn mal.
Þeir sungu frekt með fólskuhljóðum:
færum Snorra á heljarslóð,
og vöktu alla upp á bænum,
engum þótti ljóðin góð.
Þeir fóru um allt og undir rúmin
en engan Snorra fundu þó,
hann bjó við Fálkagötu og gerði
grín að þessu og skellihló.
[af plötunni Megas – Megas]


