Upplýsingar um Valskór sem starfaði á níunda áratug 20. aldar eru af skornum skammti.
Fyrir liggur að hann var til árið 1980 og ári síðar kom hann við sögu á plötunni Léttir í lund, sem knattspyrnufélagið Valur gaf út í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þar kyrjaði kórinn lagið Valsmenn léttir í lund, sem er eins konar einkennislag Vals.
Haustið 1987 hitaði Valskórinn upp fyrir Evrópuleik Vals í knattspyrnu með því að syngja fyrir gesti Kringlunnar, líklegt hlýtur að teljast að sá kór sé hinn sami og var starfandi fyrr á níunda áratugnum.
Líklega var þarna um að ræða sönghóp sem jafnvel var án stjórnanda en frekari upplýsingar óskast.














































