Sólbrúnir vangar

Sólbrúnir vangar (Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga 1961)
Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ)

Sólbrúnir vangar, siglandi ský
og sumar í augum þér.
Angandi gróður, golan hlý
og gleðin í hjarta mér.
Söngur í lofti, sólin skær
og svo eru brosin þín
yndislegri en allt sem grær
og ilmar og hjalar og skín.

Ástin og undrið
æskunnar förunautar;
nemum og njótum
næði meðan gefst.
Látum því daga líða á ný
með ljóð af vörum mér,
sólbrúna vanga, siglandi ský
og sumar í augum þér.

[m.a. á plötunni Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar – Fjórtán lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja]