Hljómsveitin Müller starfaði að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara skólans í febrúar 1997 og gefnir voru út á plötunni Tún.
Meðlimir sveitarinnar voru Björn Kristjánsson (Borko), Kristján Guðjónsson, Einar Þór Gústafsson og Númi Þorkell Thomasson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.














































