Hljómsveit sem bar nafnið Grjótnemar starfaði á Akureyri í kringum 1980, líklega aðeins fyrr.
Fáar heimildir er að finna um þessa sveit sem ku hafa verið eins konar sveitaballaband en fyrir liggur að Jón Freysson hljómborðsleikari [?] og Þór Freysson gítarleikari [?] voru í henni, þeir bræður komu síðar við sögu Bara-flokksins.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Grjótnema.














































