
Guðbjörg Bjarnadóttir
Guðbjörg Bjarnadóttir (fædd 1959) telst varla til þekktustu söngkvenna íslenskrar tónlistarsögu en hún kom þó nokkuð við sögu hennar á tíunda áratug síðustu aldar, annars vegar sem söngkona pöbbahljómsveitarinnar Ultra (Últra) og hins vegar á safnplötunni Lagasafnið no. 5: Anno 1996 þar sem hún söng erlent lag við íslenskan texta.
Lítið hefur spurst til sönglistar Guðbjargar síðan.














































