Hljómsveitin Capó starfaði í Dalabyggð vor og sumar 1995, í nokkra mánuði að minnsta kosti.
Meðlimir sveitarinnar voru þau Herdís Gunnarsdóttir söngkona, Sigurður Rögnvaldsson [?], Sigurður Sigurjónsson [?], Jói [?] Baldursson [?] og Ingvar Grétarsson [?], yngsti meðlimur sveitarinnar mun hafa verið fjórtán ára gamall en ekki liggur fyrir hver það var.
Capó lék á nokkrum dansleikjum í Búðardal.














































