Á skautum

Á skautum (Ob-la-di ob-la-da)
(Lag / texti: erlent lag / Sigurður Ó. Pálsson)

Yfir fjallsins bröttu tindum bleikur máni hlær
og bliki slær á hjarni þakið land.
Geislum niður’ á ísa stafar stjarna skær
og stynur hvítfext alda þungt við freðinn sand.

Komdu út, komdu út, komdu’ á skauta
í kvöld því að svellið er gott.
Komdu út, komdu út, komdu’ á skauta
í kvöld því að svellið er gott.

Svo þjótum við á skautum yfir skyggð og bládimm svell
og skapið verður undra létt og glatt,
en jafnvel þó að einhver fái flatan skell
á fætur skal á ný og bruna áfram hratt.

Komdu út, komdu út, komdu’ á skauta
í kvöld því að svellið er gott.
Komdu út, komdu út, komdu’ á skauta
í kvöld því að svellið er gott.

[engar upplýsingar um útgáfu]