Sjana síldarkokkur

Sjana síldarkokkur
(Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson)

Hver tekur haf og ást sem hverfult stundargaman?
Sjana síldarkokkur, Sjana síldarkokkur.
Hver töfrar sjóara og hlær að öllu saman?
Sjana síldarkokkur á Sjöfn frá Grindavík.

Ef karlinn ærist og allt stendur fast
er eitt bros frá henni’ á við meðal kast.
Hvort logn er á sjó eða hafrót og hvasst
er Sjana sjálfri sér lík.

Eitt bros hennar gerir hvern grautarspón
að gómsætri krás og hvern strák eins og flón.
Á flotanum ekki finnst, segir Jón, nein slík.
Og þó ei neinn á síld í sjó sig reiði
er Sjana hálfu torfengnari veiði.

Hver tekur haf og ást sem hverfult stundargaman?
Sjana síldarkokkur, Sjana síldarkokkur.
Hver töfrar sjóara og hlær að öllu saman?
Sjana síldarkokkur á Sjöfn frá Grindavík.

[m.a. á plötunni Síldarævintýrið – ýmsir]