Hafið er fagurt

Hafið er fagurt (Havet er skjönt, når det roligen hvælver)
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson)

Hafið er fagurt og frítt, er það breiðir
fágaða skjöldu á víkingagröf.
Fagurt, er geislabjart sædjúpið seiðir
sólþrunginn himinn og glitskýja tröf.
Svipfrítt á kvöldin er svölu á djúpi
sólgeislar bála með eldroða blæ.
Indælt er máninn í haustnætur hjúpi
hvikgeislum málar hinn dimmbláa sæ.

[óútgefið]