Seglprúð fley ber úr suðurátt

Seglprúð fley ber úr suðurátt (Brede seil over Nordsjö går)
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson)

Seglprúð fley ber úr suðurátt.
Snemma morguns úr lyfting hátt
Erlingur Skjálgsson frá Sóla
horfir yfir Djúp að Danmörk:
Kemur ekki Ólafur Tryggvason?

Seglin drekarnir fella fljótt
fimmtíu og sex. En sólbrennd drótt
horfir yfir haf. Þá stígur:
Hvað dvelur Orminn langa?
Kemur ekki Ólafur Tryggvason?

En er sól reis úr sæ á ný,
sigla engin þó bar við ský,
dundi sem voðaveður:
Hvað dvelur Orminn langa?
Kemur ekki Ólafur Tryggvason?

Hljóðnar sviplega og hrærist ei
hetjulið. Því þá barst um fley
eins og andvarp úr djúpi:
Unninn er Ormurinn langi.
Fallinn er Ólafur Tryggvason.

Síðan hefur í ár og öld
einkum mánabjört vetrarkvöld
fylgt hinum norsku fleyjum:
Unninn er Ormurinn langi.
Fallinn er Ólafur Tryggvason.

[óútgefið]