Brúðför

Brúðför
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson)

Sjá, byggðin og hlíðarnar brosa við sól.
Nú er brúðfarar byr.
Og laufvindar blása um leiti og hól.
Í dag geisa gestir til kirkju.

Og brúðurin keyrir sinn brimhvíta hest.
Með svein þann við hlið sér, sem henni ann mest.

Sjá kórónu hennar, sem klingir og skín.
Og silfurskraut ólgar um upphlutsins lín.

Og rauðklædd er brúðurin, broshýr og glöð.
Á eftir fer gestanna óslitin röð.

Nú hvellur við fiðlan, og hert er á reið.
Nú er brúðfarar byr.
Og sól skín í heiði um hádegis skeið.
Öll þyrpingin þeysir til kirkju.

[óútgefið]