Draugalagið

Draugalagið
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)
 
Stundum eitthvað ljótt og loðið,
laumast að þér hljótt óboðið.
Í myrkrinu er margt að læðast,
myrkraverkin ber að
hræðast.

Draugar leynast undir rúmi.
Beinagrindur búa’ í húmi.
Bangsinn þinn hann Maggi mjúki,
í myrkri verður algjör
púki.

Bú!

Viðlag
Dibbididí, já trúðu því.
Búbbidíbú, þú sérð nú,
ljósið er kveikt,
það er ekkert hér.
Gufaði upp,
allt horfið er.
x2

Þegar að þú ferð að sofa,
út úr skugga læðist vofa.
Ófreskjunum finnst þú sætur,
svo sætur að þú verður
ætur.

Viðlag

Leggðu þig,
sofðu rótt,
allt er orðið

Viðlag x2

Ljósið er kveikt,
það er ekkert hér.
Gufaði upp,
allt horfið er.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]