Kokkabókin

Kokkabókin
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Sælgætið ég set á.
Já vá hvað það er flott.
Karamellu kúlutyggjó
gúmmínammi gott.

Og eitthvað set ég ofan á,
og ætla mér svo rest.
Ef ég má meira en aðrir þá,
mér alltaf líður best.

Það er lítið má,
að baka í öll mál.
Kökur viljum borða.
Þú kíkir bara kokkabókina’ í,
þar búið er að orða.
Desilíter hér og bolla þar.
Þú vandamálum forðar.
Kíktu bara kokkabókina’ í ,
brátt er kakan til.

Við baka verðum brátt,
því bakkelsið ég vil.
Komum krakkar,
kakan verður til.

Að baki’ er býsna gaman,
og bragðið er mjög gott.
Og tól og tæki saman,
tryggja að kakan verði flott.

Það er lítið mál
að baka í öll mál.
Kökur viljum borða.
Þú kíkir bara kokkabókina’ í,
þar búið er að orða.
Desilíter hér og bolla þar.
Þú vandamálum forðar.
Kíktu bara kokkabókina’ í,
brátt er kakan til.

Við baka verðum brátt,
því bakkelsið ég vil.
Komum krakkar,
kakan verður til.
Við baka verðum brátt,
því bakkelsið ég vil.
Komum krakkar,
kakan verður

Já kíktu bara
kokkabókina’ í.

Til.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]