Fagurt fés

Fagurt fés
(Lag og texti: Daníel Á. Haraldsson)

Ég verð að játa fyrir þér
en játningin
krefst einbeitingar,
veittu mér nú athygli
og heyrðu.

Sjálfsálit mitt
er ekki hátt
og ég er bestur
með sjálfum mér
en ég get feikað sæmilega.

Heyrðu, veistu hvað.

Ég hef
ekki fagurt fés
en
ég finn að
þú vilt að ég
viti hvar
hjarta mitt slær
og ég veit að
þú ert þar.

Og þegar ég hitti þig
verð ég feiminn
og hjartað í mér
slær
miklu hraðar en endranær.

Ég verð að játa fyrir þér
en játningin
krefst einbeitingar,
þrýstu þér nú upp að mér
og sjáðu.

Ég hef
ekki fagurt fés
en
ég finn að
þú vilt að ég
viti hvað hjarta þitt slær
og ég finn að
ég er þar
og nálægðin er alls staðar.

[af plötunni Nýdönsk – Freistingar]