Kenndu mér

Kenndu mér
(Lag / texti: Elsa Sigfúss / Ólöf frá Hlöðum)
 
Lengi var ég lítil, snauð,
lagðist þungt í efa.
Loksins fann ég feikna auð,
fékk hann til að gefa.

Sé ég og heyrði hinna nauð,
hróp úr myrkri efa,
hélt á krafti og kynja auð
kunni ekki að gefa.

Áköf löngun í mér brann
annarra hungur sefa.
Kyntu, guð minn, kærleikann,
kenndu mér að gefa.

[af plötunni Elsa Sigfúss – Elsa Sigfúss contralto [ep]]