Komdu heim [2]

Komdu heim
(Lag / texti: Guðmundur Ingólfsson / Guðmundur Andri Thorsson)

Aleinn og ástlaus
úr augunum fossa tár.
Ég finn svo mikið fyrir því
hve ferlega ég er smár.

Mig dreymdi drauma
en dagana gleyptu tröll.
Ég sit hér yfir ekki neinu
og enginn heyrir mín köll.

Komdu heim!
Já komdu aftur kæra
og kysstu mig á vangann
eða strjúktu mér um kinn.
Eða gerðu bara eitthvað.
Já elsku góða besta komdu heim.

Í öng og einsemd
eftir hími ég nú.
Ég sá á eftir bíl og börnum,
búsi, húsi og frú.

Mig dreymdi drauma
en dagana gleyptu tröll.
Ég sit hér ekki neinu
og enginn heyrir mín köll.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]