Flautaþyrlarnir [2] (1998)

Árið 1998 starfrækti Herdís Hallvarðsdóttir (Grýlurnar, Islandica o.fl.) hljómsveit sem bar heitið Flautaþyrlarnir en sú sveit var líklega starfandi innan Fíladelfíusafnaðarins og flutti því trúarlegt efni, sveitin mun einnig hafa flutt efni á tónleikum sem Herdís hafði þá nýverið sent frá sér á sólóplötunni Það sem augað ekki sér.

Meðlimir sveitarinnar auk Herdísar sem lék á bassa, voru Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Páll Pálsson [?], Þórir Baldursson hljómborðleikari, Gísli Helgason [?] (eiginmaður Herdísar), Guðmundur Benediktsson [?] og Stefán Birkisson [?]. Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljóðfæraskipaninna innan Flautaþyrlanna.