Hinir glaðbeittu hálfbræður (1999-2000)

Hinir glaðbeittu hálfbræður

Hljómsveitin Hinir glaðbeittu hálfbræður var starfrækt um og eftir síðustu aldamót og lék á nokkrum dansleikjum.

Fyrstu heimildir um þessa sveit eru frá því á þorrablóti í Þorlákshöfn í byrjun ársins 2000 en hún telst líklega vera þaðan, þá skipuðu sveitina Jónas Sigurðsson söngvari og gítarleikari, Jón Haraldsson gítarleikari, Róbert Dan Bergmundsson hljómborðsleikari, Stefán Jónsson bassaleikari og Hannes Pétursson trommuleikari – hljóðfæraskipan er hér ágiskun.

Einhverjar breytingar urðu á skipan Hinna glaðbeittu hálfbræðra, svo virðist sem Stefán hafi horfið á brott og Daníel B. Sigurgeirsson hafi þá tekið við bassaleikarahlutverkinu en einnig mun Olav Veigar Davíðsson trommuleikari einnig hafa verið í sveitinni á einhverjum tímapunkti.

Hinir glaðbeittu hálfbræður störfuðu að minnsta kosti fram á haustið 2000.