SSSól – Efni á plötum

Síðan skein sól – Blautar varir / Bannað [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: ST2 Ár: 1988 1. Blautar varir 2. Bannað 3. Blautar varir (remix) Flytjendur: Helgi Björnsson – söngur Eyjólfur Jóhannsson – gítar Jakob Smári Magnússon – bassi Ingólfur Sigurðsson – trommur Sigurður Sigurðsson – munnharpa               Síðan skein…

Spúnk (1998- 2003)

Hljómsveitin Spúnk (einnig ritað Spunk) var nokkuð í sviðsljósinu undir lok síðustu aldar og var angi af svokallaðri krútttónlist sem þá var að koma fram á sjónarsviðið, tvær forsprökkur sveitarinnar hafa síðar gefið út sólóefni. Spúnk var stofnuð í upphafi árs 1998 og var í raun frá upphafi dúett þeirra Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og Arnþrúðar…

Spur Pópunar (2002)

Litlar upplýsingar er að finna um tónlistaflytjanda sem kallaði sig Spur Pópunar en að öllum líkindum var að ræða eins manns sveit Árna Viðars Þórarinssonar en hann flutti elektróníska tónlist. Spur Pópunar kom fram að minnsta kosti á einum tónleikum vorið 2002 á vegum Hins hússins og um það leyti sendi sveitin frá sér tólf…

Spúnk – Efni á plötum

Spúnk / múm – Stefnumót kafbátanna [split ep] Útgefandi: Sófi / er hommi rec. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Spúnk – Vild’mér væri sama 2. Spúnk – Jeppaferð 3. Múm – Bak þitt er sem rennibraut 4. Múm – Póst póstmaetur Flytjendur: Múm: – [engar upplýsingar um flytjendur], Spúnk: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Spur Pópunar – Efni á plötum

Spur Pópunar – Eldað fyrir örvhenta Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: lopi 2 Ár: 2002 1. Baunasúpa 2. … og hann talar eins og teiknimyndafígúra 3. Dúddmari 4. Dramatískur titill 5. Geturðu bent mér á góða stað fyrir garðálf? 6. Hnoðri 7. Látún 8. Héðan í frá verða handahlaup aðeins farin á fimmtudögum 9. Labba kútar…

Stefán Þorleifsson [1] (1911-2001)

Tónlistarmaðurinn og leigubílstjórinn Stefán Þorleifsson lék með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum og starfrækti m.a. um langt árabil sveit í eigin nafni, þá samdi hann einnig tónlist og ljóð/texta. Stefán Þorleifsson fæddist haustið 1911 en afar fáar upplýsingar er að finna um uppruna hans og æskuár, líklegt er þó að hann hafi verið fæddur og…

Steinaldarmenn [1] (1972-73)

Snemma á áttunda áratugnum var starfrækt hljómsveit í Suður Þingeyjarsýslu sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn, fyrir liggur að sveitin var starfandi veturinn 1972 til 73 og spilaði hún þá víðs vegar um norðanvert landið, hún gæti þó hafa verið starfandi um lengri tíma. Meðlimir Steinaldarmanna voru þeir Kristján Einar Kristjánsson harmonikkuleikari, Baldvin Einarsson orgel- eða…

Stegla (2000)

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999. Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari.…

Stefdís (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1973 undir nafninu Stefdís og var þá húshljómsveit í Þórscafé, annars vegar um vorið og svo aftur um haustið eftir sumarhlé. Fyrir liggur að Mjöll Hólm var söngkona Stefdísar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar s.s. nöfn og hljóðfæraskipan.

Steinar [1] (1968)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um ballhljómsveit sem gekk undir nafninu Steinar og var starfandi sumarið 1968. Þá um verslunarmannahelgina lék sveitin fyrir dansi í Bjarkarlundi fyrir vestan og er ekki ólíklegt að um heimamenn hafi verið að ræða. Alltént er hér óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, liðsmönnum hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og hvar hún…

Steinaldarmenn [2] (1989)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti starfrækti sumarið 1989 djassband sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Guðmundar píanóleikara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Steinar express (1982)

Steinar express mun hafa verið aukasjálf Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) en hann kom fram á tónleikum í nokkur skipti undir þessu nafni árið 1982, m.a. í Félagsstofnun stúdenta um haustið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvers konar tónlist Einar Örn framkallaði eða með hvaða hætti hún var framreidd.

Afmælisbörn 13. júlí 2022

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og níu ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Afmælisbörn 12. júlí 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og tveggja ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Afmælisbörn 11. júlí 2022

Átta afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Greifarnir – Útihátíð á SPOT 2022

Nú styttist í skemmtilegustu helgi ársins. Eftir tvö erfið ár er kominn tími til að reima á sig djamm-skóna og syngja og dansa frá sér allt vit á Spot um Verslunarmannahelgina en Greifarnir verða þá með dansleiki laugardags- og sunnudagskvöld ásamt Sigga Hlö og Dj Fox. Á sunnudagskvöldinu verður Brekkusöngur Greifanna jafnframt á sínum stað…

Afmælisbörn 10. júlí 2022

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2022

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar sjö talsins og þau eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og…

Afmælisbörn 8. júlí 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir á stórafmæli en hún er fertug í dag. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og…

Afmælisbörn 7. júlí 2022

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og fimm ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Spírabræður (1998)

Spírabræður var ekki eiginleg starfandi hljómsveit heldur grín þeirra Hans Steinars Bjarnasonar og Gissar Arnar Gunnarssonar en þeir gáfu út plötu haustið 1998 undir þessu nafni í samstarfi við útvarpsstöðina X-ið, sem þeir voru þá viðloðandi. Það var Pálmi J. Sigurhjartarson sem var þeim félögum innan handar með hljóðfæraleik, útsetningar og upptökur sem fóru fram…

Spírabræður – Efni á plötum

Spírabræður – Íslenskar járnbrautir kynna Spírabræður: Jólaglöggir Útgefandi: Íslenskar járnbrautir Útgáfunúmer: IJ 001 Ár: 1998 1. 12 dagar jóla 2. Klukknahljóm (jólasaga) 3. 12 dagar jóla ’98 4. Hjalti Guðgeirsson og Hljóms-veitan – Jólaþrif 5. 12 dagar jóla (heimilisofbeldi) 6. Klukknahljóm (hugljúf jólatónlist) 7. Heims um ból (hugljúf jólatónlist) Flytjendur: Hans Steinar Bjarnason – söngur…

Stefán P. Þorbergsson (1956-)

Tónlistar- og flugmaðurinn Stefán P. Þorbergsson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni í áratugi og gert það gott í árshátíðarbransanum, yfirleitt hefur ekki farið mikið fyrir honum og hljómsveitum hans en þær hafa samt sem áður leikið á þúsundum dansleikja í flestum samkomuhúsum landsins og hafa einnig komið við sögu á nokkrum hljómplötum. Stefán Pétur…

Stefán Ágúst Kristjánsson – Efni á plötum

Stefán Ágúst Kristjánsson – Sönglög Útgefandi: Anna G. Stefánsdóttir, Friðrik D. Stefánsson og Ólafur F. Magnússon Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Þuríður Baldursdóttir – Við Ganges 2. Sigurveig Hjaltested – Haustregn (Undir regnhlífinni) 3. Sigurveig Hjaltested – Brúður söngvarans 4. Sigurveig Hjaltested – Angan bleikra blóma 5. Guðmundur Jónsson – Þröstur 6. Þórunn Guðmundsdóttir…

Stefán Sigurjónsson (1954-2022)

Tónlistarmaðurinn og skósmiðurinn Stefán Sigurjónsson (eða Stebbi skó eins og hann er kallaður í Eyjum) var öflugur í tónlistarstarfinu í Vestmannaeyjum um árabil en hann stjórnaði þar Lúðrasveit Vestmannaeyja, kenndi við tónlistarskólann og stýrði honum reyndar einnig um tíma en hann vann jafnframt einnig að ýmsum félagsmálum í Eyjum. Stefán fæddist í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu…

Stefán Helgason (1951-)

Húsvíkingurinn Stefán Helgason fékk sinn skerf af fimmtán mínútna frægð er hann sigraði hæfileikakeppni í sjónvarpsþættinum Óskastundinni sem Stöð 2 stóð fyrir árið 1992 en þar lék hann listivel á munnhörpu. Í kjölfarið var hann eitthvað fenginn til að skemmta og kom m.a. fram í þættinum Þeytingi í Ríkissjónvarpinu árið 1995 og lék listir sínar…

Stefán Lyngdal (1913-62)

Stefán Lyngdal var kunnur harmonikkuleikari hér á árum áður en hann var einnig sá sem setti á fót hljóðfæraverslunina Rín sem er reyndar enn starfandi. Stefán Sigurður Elíasson Lyngdal (oft nefndur Stebbi í Rín) var fæddur haustið 1913 en litlar sem engar heimildir er að finna um ævi hans framan af, hann var um tvítugt…

Spooky boogie – Efni á plötum

Spooky boogie – Greatest hits Útgefandi: R&R Músík Útgáfunúmer: CD 9604 Ár: 1996 1. Dance to the music 2. Signed sealed and delivered (I’m yours) 3. Funk it up 4. ABC 5. Thank you for lettin me be myself 6. I want you back 7. I wish I was you 8. Low rider 9. Liebe…

Spooky boogie (1996-97)

Hljómsveitin Spooky boogie var starfrækt í nokkra mánuði undir lok síðustu aldar en meðlimir sveitarinnar voru allir kunnir fyrir störf sín með ballsveitum sem flestar voru þó á þessum tíma í pásu. Sveitin sendi frá sér eina plötu sem að mestu var skipuð ábreiðulögum af fönk- og diskóættinni. Spooky boogie kom fyrst fram á sjónarsviðið…

Stefán Ágúst Kristjánsson (1897-1988)

Stefán Ágúst Kristjánsson var mikill framámaður í tónlistarlífi Akureyringa og reyndar í félagsmálum almennt þar í bæ, hann samdi auk þess tónlist og ljóð og var gefin út plata að honum látnum með nokkrum sönglögum eftir hann. Stefán fæddist í Glæsibæ við Eyjafjörð vorið 1897 og var yngstur sjö systkina, tónlist var nokkuð iðkuð á…

Steðjabandið (1984-85)

Hljómsveitin Steðjabandið frá Akureyri starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan níunda áratug síðustu aldar, flestir meðlimir sveitarinnar áttu eftir að verða þekktir tónlistarmenn. Steðjabandið hét upphaflega Jafnaðamenn en þegar sveitin keppti í Viðarstauks-keppni Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 höfðu þeir skipt um nafn og kölluðust eftir það Steðjabandið, kennt við bæinn Steðja…

Stálfélagið (1991-98)

Hljómsveitin Stálfélagið var með háværustu hljómsveitum hérlendis en sveitin lék þungarokk og var þekkt fyrir að hækka vel í græjunum, sveitin starfaði á tíunda áratug síðustu aldar. Stálfélagið var stofnað árið 1991 og kom fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 þegar sveitin kom fram í fyrsta sinn fram opinberlega. Fljótlega fór að bera nokkuð á…

Splurge (1995)

Hljómsveitin Splurge var úr Þorlákshöfn og keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar og ÍTR. Meðlimir sveitarinnar voru þer Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari, Ingvar G. Júlíusson gítarleikari, Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Þorbjörn Jónsson, í kynningu á sveitinni var hún sögð leika Seattle-rokk. Sveitin komst ekki áfram í Músíktilraunum og ekkert heyrðist…

Afmælisbörn 6. júlí 2022

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn,…

Afmælisbörn 5. júlí 2022

Hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og sjö ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2022

Glatkistan hefur sex afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill,…

Afmælibörn 3. júlí 2022

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Tónlistarmaðurinn Lýður Ægisson hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2019. Lýður (f. 1948), sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði…

Afmælisbörn 2. júlí 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og þriggja ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Afmælisbörn 1. júlí 2022

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…

Afmælisbörn 30. júní 2022

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma þrjú afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og…

Spírandi baunir (1994-98)

Hljómsveitin Spírandi baunir vakti nokkra athygli með frammistöðu sinni í Músíktiltraunum en skaut eiginlega aðeins yfir markið þegar sveitin sendi frá sér plötu og kom það henni í koll. Spírandi baunir hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Kuski árið 1994 og störfuðu sveitirnar reyndar samhliða um tíma en hljóðfæraskipan var að einhverju leyti ólík hjá…

Spilaborgin [2] (2007)

Hljómsveitin Spilaborgin sem hér um ræðir hefur aldrei verið starfandi hljómsveit en er eitt af fjölmörgum tónlistarverkefnum sem læknirinn Hlynur Þorsteinsson hefur sinnt en hann hóf að sinna tónlistaráhuga sínum af fullum krafti eftir aldamót. Hlynur hefur gefið út á fjórða tug platna ýmist í eigin nafni eða með hljómsveitum sínum Sigurboganum, Pósthúsinu í Tuva…

Spírandi baunir – Efni á plötum

Spírandi baunir – Óðs manns ævi Útgefandi: Spírandi baunir Útgáfunúmer: SPÍR CD001 Ár: 1996 1. Sunnanvindur 2. Rassmus 3. Paul is dead 4. Reykjavíkurljóð 5. Dracula Dísa 6. Jóakim aðalönd 7. Akatínafta 8. Erhtil 9. Álagið 10. Dimmalimm 11. Downtown 12. Ópra súpra 13. Tinni snyrtipinni 14. Frómas (Babú) 15. Vilma 16. Mi perro Snati…

Spilaborgin [2] – Efni á plötum

Spilaborgin – Byggingar Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ014 Ár: 2007 1. Saffó hin fagra 2. Næturvaska 3. Horft um öxl 4. Af innstu þrá 5. Fegurð náttúrunnar 6. Skvísan 7. Folinn 8. Í brosi morguns 9. Valinn viður 10. Óður glataða sonarins Flytjendur: Hlynur Þorsteinsson – söngur og hljóðfæraleikur  Matthildur Sigurjónsdóttir – söngur Gunnar Einar…

Star bitch (1995-97)

Hljómsveit sem bar nafnið Star bitch starfaði á árunum 1995-97 að minnsta kosti, og kom einu lagi út á safnplötu meðan hún starfaði. Star bitch var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu og var hún meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1996, meðlimir sveitarinnar voru þá Georg Erlingsson söngvari, Brynjar Óðinsson gítarleikari, Egill Rúnar Reynisson bassaleikari og Einar Valur…

Stapi [tónlistartengdur staður] (1965-)

Félagsheimilið Stapi var lengi vel eitt allra vinsælasta samkomuhúsið í íslenskri sveitaballahefð og var ásamt Festi fremst í flokki á Suðurnesjunum. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ. Stapi (í daglegu tali nefndur Stapinn) var vígður í október 1965 en húsið hafði þá verið um sjö ár í…

Stay free [1] (um 1980)

Í kringum 1980 var starfrækt hljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði undir nafninu Stay free (einnig ritað Stayfree). Engar frekar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær væru vel þegnar, þ.e. er varða meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem þykir eiga heima í slíkri umfjöllun.

Status [2] (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Status starfaði á Hvolsvelli árið 1985 og var líklega stofnuð upp úr annarri, Fleksnes sem þá hafði starfað þar um nokkurra ára skeið. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari, Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari höfðu skipað Fleksnes og því er allt eins líklegt…

Status [1] (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Status sem hugsanlega starfaði í Skagafirði, að öllum líkindum á árunum í kringum 1980 – gæti þó skeikið fimm árum til eða frá. Indriði Jósafatsson var einn meðlima þessarar sveitar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim, nöfnum annarra meðlima…

Statíf (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Statíf sem starfaði árið 1987 á norðanverðu landinu, að öllum líkindum á Blönduósi. Statíf keppti í hljómsveitakeppninni sem haldin var á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina það sumar en upplýsingar vantar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.