Spírabræður (1998)

Spírabræður

Spírabræður var ekki eiginleg starfandi hljómsveit heldur grín þeirra Hans Steinars Bjarnasonar og Gissar Arnar Gunnarssonar en þeir gáfu út plötu haustið 1998 undir þessu nafni í samstarfi við útvarpsstöðina X-ið, sem þeir voru þá viðloðandi.

Það var Pálmi J. Sigurhjartarson sem var þeim félögum innan handar með hljóðfæraleik, útsetningar og upptökur sem fóru fram í hljóðveri Sniglabandsins. Á plötunni sem bar heitið Jólaglöggir (og var eins konar jólaplata eins og titillinn gefur til kynna) var að finna sjö lög en þar á meðal voru þrjár útgáfur af laginu 12 dagar jóla.

Efni á plötum