Himalaya
(Lag og texti Daníel Ágúst Haraldsson)
Hærra en fuglar komast,
á kaf í hvítri mjöll
himnahliðin opnast
við Himalayafjöll.
Geng af mér gönguskóna,
gái á kompásinn.
Blikna hvorki né blána
og blæs í trompetinn.
Viðlag
Tindurinn hvíslar Hey þú
Tindurinn hvísar Já þúú
Tindurinn hvíslar Júhúhú.
Hærra er hegrinn flýgur
hamast vindurinn,
sæluhrollur smýgur
í sjónmáli tindurinn.
Viðlag
Bara við tveir,
ekkert meir.
Bara við tveir
K2.
Viðlag
[af plötunni Nýdönsk – Regnbogaland]














































