Á Blönduósi var um tíma starfandi hljómsveit sem kallaðist Ottó, þessi sveit lék víða um Norðurland vestra á árshátíðum, þorrablótum, áramótadansleikjum, skólaböllum og öðrum tilfallandi sveitaböllum á árunum 1989 til 91.
Meðlimir Ottós voru þeir Guðmundur Engilbertsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Karl Ellertsson söngvari, Halldór Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Hafsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari. Einar Örn Jónsson hljómborðsleikari var einnig um tíma í sveitinni.














































