Afmælisbörn 4. september 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er áttræður og fagnar því stórafmæli. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur Guðjón, Ég…

Hrókar [1] (1965-66)

Ekki liggja fyrir margar heimildir um unglingahljómsveit sem bar nafnið Hrókar en hún mun hafa starfað í Kópavogi á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að gítarleikarinn Björgvin Gíslason var einn meðlima Hróka og var þetta hugsanlega fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og er því…

Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2024

Við áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast þeirra sem látist hafa á líðandi ári, og líkt og undanfarin áramót vill Glatkistan heiðra minningu tónlistarfólks sem létust á árinu 2024. Á listanum hér að neðan eru nöfn slíkra 21 tónlistarmanna og -kvenna sem komu að tónlist með einum eða öðrum hætti. Arthur…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Hljómsveit Jóhanns G. Jóhannssonar (1974 / 1985 / 1989)

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson starfrækti að minnsta kosti í þrígang hljómsveitir sem kenndar voru við hann en þær voru allar settar saman fyrir sérverkefni. Árið 1974 voru haldnir stórtónleikar með nokkrum þekktum hljómsveitum í Háskólabíói en auk þeirra var Jóhann G. Jóhannsson með hljómsveit sem var sérstaklega sett saman fyrir viðburðinn og var hún skipuð…

Afmælisbörn 4. september 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og níu ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Hið íslenzka plastik band (1970)

Ekki er alveg víst að hljómsveitin Hið íslenzka plastik band hafi nokkru sinni starfað eða komið fram en talað var um hana sem eins konar súpergrúbbu sem myndi koma fram við hátíðleg tækifæri, sem virðist jafnvel aldrei hafa orðið. Það var snemma árs 1970 sem grein birtist þess efnis að þessi sveit hefði verið stofnuð…

Andlát – Björgvin Gíslason (1951-2024)

Tónlistarmaðurinn Björgvin Gíslason er látinn, á sjötugasta og þriðja aldursári. Björgvin fæddist haustið 1951, hann var Reykvíkingur og ól þar manninn mest alla tíð. Hann var að mestu sjálflærður í tónlistinni, lærði þó lítillega á píanó en er auðvitað þekktastur fyrir gítarleikni sínam, hann lék þó einnig á fjölda annarra hljóðfæra s.s. píanó, hljómborð og…

Afmælisbörn 4. september 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og átta ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Strákarnir [1] (1986)

Hljómsveitin Strákarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1986, og lék þá á nokkrum tónleikum. Sveitina skipuðu nokkrir tónlistarmenn sem þá ýmist voru þekktir eða að verða það, þeir voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Pjetur Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Jens Hansson saxófónleikari og Björgvin Gíslason gítarleikari, líklegt er að Pjetur hafi sungið. Strákarnir komu fyrst…

Afmælisbörn 4. september 2022

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og sjö ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Austurbæjar (1947-65)

Líkt og við marga af gagnfræðaskólum landsins voru á sínum tíma starfandi skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (sem einnig var kallaður Ingimarsskóli eftir fyrsta skólastjóranum) en skólinn starfaði undir því nafni til ársins 1974 en hann hafði verið stofnaður 1918 og gekk fyrst undir nöfnunum Ungmennaskóli Íslands og Gagnfræðaskóli Reykjavíkur áður en Austurbæjarnafnið kom til sögunnar.…

Sjálfsmorðssveitin (1978-79)

Sjálfsmorðssveitin svokallaða starfaði í um eitt ár undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en sveitin sem var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum var sett sérstaklega saman fyrir tónleika með Megasi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Megas (Magnús Þór Jónsson) hafði verið töluvert áberandi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum, sent m.a. frá sér plötuna Á bleikum náttkjólum…

Afmælisbörn 4. september 2021

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og sex ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Friðryk (1980-82)

Hljómsveitin Friðryk starfaði um skeið í upphafi níunda áratugarins, sveitin sem var í rokkaðri kanti þess tíma án þess þó að vera þungarokk var skipuð reynsluboltum af kynslóð poppara áttunda áratugarins sem var bendluð við skallapopp – e.t.v. var sveitin stofnuð til þess að afsanna skallapoppsímyndina því hún reyndi fremur að samsama sig flokki nýrrar…

Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Flamingo [2] (1966-67)

Hljómsveit sem bar nafnið Flamingo (einnig nefnd Flamingos og var t.d. oft auglýst undir því nafni) starfaði í Kópavogi á árunum 1966 og 67, og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Heimildir eru af skornum skammti um Flamingo en fyrir liggur að Björgvin Gíslason gítarleikari og Páll Eyvindsson bassaleikari voru meðal meðlima sveitarinnar, upplýsingar vantar um…

Afmælisbörn 4. september 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og fimm ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Gömlu brýnin [2] (1989-98)

Hljómsveitin Gömlu brýnin fór mikinn á dansleikjum á síðasta áratug síðustu aldar og náði meira að segja að koma út stórsmelli ásamt Bubba Morthens. Sveitin var stofnuð haustið 1989 af nokkrum gömlum brýnum í tónlistarbransanum svo nafn hennar átti prýðilega vel við, það voru þeir Sigurður Björgvinsson bassaleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari og…

Afmælisbörn 4. september 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og fjögurra ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Völuspá (1992)

Hljómsveitin Völuspá starfaði í nokkra mánuði árið 1992 og lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins, mest þó líklega í Hafnarfirði. Meðlimir Völuspár voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Ágúst Atlason gítarleikari. Sá síðast taldi hætti fljótlega í sveitinni en hinir störfuðu saman fram á haustið, sveitin hafði þá starfað…

Við [3] (1990-92)

Þeir Björgvin Gíslason gítarleikari og Kristján Frímann Kristjánsson myndlistamaður og ljóðskáld starfræktu um tíma dúett undir nafninu Við. Um var að ræða ljóðalestur Kristjáns við undirleik Björgvins. Þeir félagar komu fyrst fram undir þessu nafni haustið 1990 en þeir höfðu þá í raun starfað mun lengur saman, m.a. hafði Kristján þá séð um draumaráðningaþætti í…

Vestanhafs (1997)

Tríóið Vestanhafs lék blúsrokk af ýmsu tagi á öldurhúsum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar árið 1997, og fór þar víða. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari.

Brunaliðið (1978-80)

Brunaliðið var allt í senn, ein vinsælasta, afkastamesta og sukksamasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún skartaði nokkrum af skærustu poppstjörnum landsins á því tæplega tveggja ára skeiði sem hún starfaði. Tvennum sögum fer af því hvernig Brunaliðið varð til, annars vegar hefur verið sagt að Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi (síðan nefndur Skífu-Jón) hafi fengið hugmyndina um…

Blúsbrot Garðars Harðarsonar (1995-)

Blúbrot Garðars Harðarsonar hefur starfað frá árinu 1995 að minnsta kosti en þá kom hún fyrst fram á Jazzhátíð Egilsstaða. Sveitin gekk fyrstu árin undir nafninu Blúsband Garðars Harðarsonar en síðar var nafni hennar breytt í Blúsbrot Garðars Harðarsonar. Upphaflega gerði hún út frá Stöðvarfirði þaðan sem Garðar kemur en síðan má segja að sveitin…

Blámakvartettinn (1976-90)

Nafn Blámakvartettsins kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1989 en sveitin hafði þá í raun verið starfandi allt frá 1976 með hléum, án nafns. Meðlimir Blámakvartettsins voru Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari, þeir félagar sungu allir en fengu sér til fulltingis gestasöngvara á stundum s.s. Stefán…

Blái fiðringurinn [2] (1997-2001)

Pöbbatríóið Blái fiðringurinn fór ekki hátt en spilaði hartnær um hverja helgi á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin. Meðlimir tríósins voru þeir Jón Kjartan Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Undir lokin kom Eðvarð Lárusson inn í stað Björgvins. Sveitin gekk undir það síðasta…

Afmælisbörn 4. september 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og þriggja ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Big nós band (1982-83)

Big nós band var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Pjeturs Stefánssonar tónlistar- og myndlistamanns en hann hóaði saman í hljómsveit þegar kom að því að gefa út plötu. Sveitin sem var stofnuð snemma árs 1982 kom a.m.k. tvisvar fram undir nafninu Stockfield big nose band, m.a. á Melarokki en þegar platan kom út hafði því…

Afmælisbörn 4. september 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og tveggja ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Þrír á palli [1] (1987-88)

Kvartettinn Þrír á palli var starfræktur 1987 og var eins konar útibú frá Frökkunum, meðlimir sveitarinnar voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Ásgeir Óskarsson gítarleikari og söngvari en sá síðast nefndi er öllu þekktari sem trommari. Stundum söng Ólafía Hrönn með þeim félögum en Ásgeir var ekki í þeirri útgáfu…

Íslensk kjötsúpa (1979)

Hljómsveitin Íslensk kjötsúpa var sett sérstaklega saman fyrir upptökur á einni plötu, platan hlaut reyndar fremur neikvæðar viðtökur gagnrýnenda og átti það án nokkurs vafa sinn þátt í að sveitin lifði skemur en ella. Það mun hafa verið plötuútgefanadinn Ámundi Ámundason (ÁÁ-records) sem fékk hugmyndina að gefa út plötu sem hefði að geyma eins konar…

Björgvin Gísla og félagar á Rósenberg

Mánudagskvöldið 7. nóv. nk. munu Björgvin Gíslason og félagar mæta á blúskvöld á Cafe Rósenberg við Klapparstíg kl. 21:00. Sveitin er skipuð þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara, Sigurði Sigurðssyni söngvara og munnhörpuleikara, Jens Hanssyni saxófónleikara og Tómasi Jónssyni hljómborðsleikara, auk Björgvins sem leikur auðvitað á gítar. Björgvin Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn…

Náttúra (1969-73)

Hljómsveitin Náttúra starfaði á hippa- og progrokktímum um og eftir 1970, var meðal vinsælustu og metnaðarfyllstu sveita þess tíma og gaf út eina plötu sem telst í dag meðal gersema íslenskrar tónlistarsögu. Um það leyti sem Náttúra var stofnuð var mikil gróska og vakning í íslensku rokklífi, frumbítlið hafi kvatt og þróaðri tilraunir með formið…

Afmælisbörn 4. september 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og eins árs á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Póker (1977-79)

Hljómsveitin Póker er ein þeirra sveita sem kennd er við Pétur Kristjánsson og var starfandi á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í kjölfar þess að Paradís hætti og gagngert til þess að slá í gegn á alþjóða vettvangi en slíkar fyrirætlanir höfðu mistekist hjá Paradís. Paradís var stofnuð vorið 1977 upp úr Paradís…

Pops [1] (1966-70)

Hljómsveitin Pops var fyrsta hljómsveit Péturs Kristjánssonar en hún starfaði um fimm ára skeið á tímum bítla-, hippa- og proggrokks. Tíð mannaskipti einkenndu Pops. Pops var stofnuð í Laugalækjarskóla vorið 1966 og var eins konar skólahljómsveit þar en Pétur var þá aðeins fjórtán ára og nýfermdur, aðrir meðlimir sveitarinnar sem voru á svipuðu reki voru…

Paradís [1] (1975-77)

Hljómsveitin Paradís var ein þeirra sveita sem Pétur W. Kristjánsson setti á laggirnar og bar nánast á herðum sér en hún var miðdepill mikillar dramatíkur sem átti sér stað í íslenskri poppsögu um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Forsaga Paradísar var sú að Pétur hafði verið í hljómsveitinni Pelican en sú sveit hafði stefnt á…

Jemm & Klanks (1993)

Jemm & Klanks var líkast til hljóðversverkefni fremur en eiginleg hljómsveit en þau sendu frá sér eitt lag á safnplötunni Blávatn sem kom út 1993. Meðlimir Jemm & Klanks á þeirri útgáfu voru Jens Hansson hljómborðsleikari og söngvari (Sálin hans Jóns míns o.fl.), Hanna Steina Hjálmtýsdóttir söngkona (Orgill o.fl.) og Björgvin Gíslason gítarleikari (Náttúra o.fl.).

Das Kapital (1984-85)

Das Kapital var skammlíf sveit með Bubba Morthens í fararbroddi, á þeim tíma sem hann lifði hratt. Á þessum tíma hafði Bubbi verið í mikilli neyslu og var að brenna upp, hann hafði þá á fjögurra ára tímabili gefið út fimm sólóplötur, þrjár plötur með Utangarðsmönnum (auk eina litla) og þrjár plötur með Egó. Þegar…

Draumasveitin (1991-92)

Hljómsveitin Draumasveitin var tímabundið verkefni í kringum útgáfu fyrstu sólóplötu Egils Ólafssonar, Tifa tifa, sem kom út fyrir jólin 1991. Þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari höfðu leikið í upptökunum fyrir plötuna og voru tilbúnir í verkefnið en auk þeirra bættust í hópinn Þorsteinn Magnússon og Björgvin Gíslason gítarleikarar og Berglind Björk Jónasdóttir…

Björgvin Gísla og hljómsveit á Rósenberg

Vetrarstarfið er nú að hefjast í áttunda sinn hjá Blúsfélagi Reykjavíkur. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg. Fyrsta blúskvöldið verður mánudagskvöldið 5. október nk. klukkan 21:00. Björgvin Gíslason gítarleikari og hljómsveit, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari, Jens Hanson saxófónleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari gera allt vitlaust…

Afmælisbörn 4. september 2015

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötugur á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur Guðjón, Ég leitaði…

Alfa beta [1] – Efni á plötum

Alfa beta [1] – Velkomin í gleðskapinn Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 035 Ár: 1978 1. Allir eru að brugga 2. Yfir og undir 3. Sumarfrí 4. Ég fæ það 5. Við eigum saman 6. Ég skal gera það strax 7. Bara af því 8. Velkomin í gleðskapinn 9. Ég kom af sjónum 10. Bálskotinn 11.…

Ábót [2] (1974)

Ábót (hin síðari) var aldrei eiginleg hljómsveit en hún var stúdíóverkefni þeirra félaga úr Keflavík, Jóhanns Helgasonar og Magnúsar Þór Sigmundssonar vorið 1974 en þeir voru þá einnig í hljómsveitinni Change sem um þetta leyti var að reyna að slá í gegn í Bretlandi. Afrakstur þeirrar stúdíóvinnu var lítil hljómplata. Ábót var því eins konar…

Change – Efni á plötum

Change – Yaketty yak, smacketty smack / When the morning comes [ep] Útgefandi: Orange Útgáfunúmer: OAS 210 Ár: 1973 1. Yaketty yak, smacketty smack 2. When the morning comes Flytjendur: Björgvin Gíslason – raddir og gítar Jóhann Helgason – raddir, bassi og söngur Magnús Þór Sigmundsson – raddir og gítar Karl J. Sighvatsson – orgel og raddir Ólafur Garðarsson – trommur…

Deild 1 (1983)

Hljómsveitin Deild 1 hafði gengið undir nafninu Puppets í nokkra mánuði vorið 1983 og gengið þannig undir heilmiklar mannabreytingar þegar Björgvin Gíslason fékk hana til að leika undir á tónleikum til að kynna plötu sína, Örugglega, sem þá var nýkomin út. Niðurstaðan varð sú að Björgvin gekk til liðs við sveitina sem hljómborðs- og gítarleikari,…

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…

Falcon [2] (1965-68)

Falcon úr Kópavoginum var starfandi að minnsta kosti á árunum 1965-68, þetta var bítlasveit og hafði á að skipa Björgvini Gíslasyni gítarleikara en aðrir meðlimir voru Sigurjón Sighvatsson bassaleikari, Óli Torfa [?], Siggi [?] og Biggi [?]. Steinar Viktorsson trommuleikari var að öllum líkindum í sveitinni 1965 og 66, og Ólafur Davíð Stefánsson söng með henni á…