Venjulegur maður
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)
Ég er venjulegur maður í venjulegum fötum,
í dag át ég hænu.
Ég bora í nefið á mér og bíð eftir grænu.
Ég er venjulegur maður í venjulegum fötum,
í dag át ég karfa.
Hjá Junior Champers og Lions ég hef nóg að starfa.
Ég er venjulegur maður í venjulegum fötum,
ég grúska í bókum.
Ég sofna saddur á kvöldin í kafloðnum brókum.
Ég er venjulegur maður með venjulega þanka,
ég á verulega innistæðu í erlendum banka.
Hvað með það, hvað með það.
[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]














































