Haustið 1991 kom tríóið Ver iss mæ her fram opinberlega í fyrsta og eina skiptið þegar þeir félagar fluttu frumsamið efni sem þeir kölluðu sinfónískt rokk, í bland við aðra tónlist á Blúsbarnum.
Ver iss mæ her skipuðu þrír félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeir Roland Hartwell fiðluleikari sem þarna var í hlutverki gítarleikara, Steef van Oosterhout pákuleikari sem nú lék á trommur, og Stefán Örn Arnarson sellóleikari sem í þetta skipti lék á bassa.














































