Afmælisbörn 9. september 2015

Eyþór Gunnarsson

Eyþór Gunnarsson

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni:

Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig leikið með óteljandi djassböndum, jafnt skamm- sem langlífum.