Kátir piltar [4] – Efni á plötum

Kátir piltar [4] – Einstæðar mæður Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 038 / SCD 038 Ár: 1988 / 2002 1. Kona með fortíð 2. Addi & einstæðu mæðurnar 3. Feitar konur 4. Hinu megin 5. Aldrei 6. Texas sunset 7. (Are you) bitter (in my garden) 8. Á fjöllum 9. Feisaðu fram á við 10. Fjaðurmagnaður fýr 11.…

Afmælisbörn 16. janúar 2016

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum. Hann…

Afmælisbörn 15. janúar 2016

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 13. janúar 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fjörutíu og níu ára. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en hann fluttist…

Afmælisbörn 12. janúar 2016

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og eins árs gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Afmælisbörn 11. janúar 2016

Tvö afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo fáeinar…

Karnival (1991-95)

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum. Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens…

Karmelsystur í Hafnarfirði (1939-)

Það kann að hljóma undarlega að Karmelsystur, nunnur úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði skulu vera meðal tónlistarflytjenda á Íslandi en að minnsta kosti ein útgáfa liggur þó eftir þær. Upphaf sögu Karmelsystra í Hafnarfirði má rekja til ársins 1939 en þá hófst undirbúningur fyrir byggingu klausturs þeirra í Hafnarfirði, og komu þrjár systur hingað til lands…

Karmelsystur í Hafnarfirði – Efni á plötum

Karmelsystur – Söngvar Karmelsystra: bænir fyrir Ísland, Pólland og heiminn Útgefandi: Japis / Böðvar Guðmundsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers]Ár: 1989 / 1994 1. Bogurodzica; lag frá 13. Öld; fyrsti þjóðsöngur Pólverja / Apel Jasnógórski 2. Almáttugur Guð, allra stétta 3. Ave Maria 4. Akatyst ku czci Bogdurodzicy 5. Czyz to nie Maria 6. Od jutrzenki ty…

Kartöflumýsnar (1991-99)

Hljómsveitin Kartöflumýsnar var gæluverkefni nokkurra stúdenta við læknadeild Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar. Reyndar er allt eins hægt að kalla Kartöflumýsnar fjöllistahóp frekar en hljómsveit en sveitin var duglega að búa til myndbönd, og vakti reyndar einna mest athygli fyrir eitt slík sem sveitin strippaði í. Meðlimir Kartöflumýsna voru ekki tónlistarmenn í þrengsta…

Kartöflumýsnar – Efni á plötum

Kartöflumýsnar – Kartöflumýsnar í lummubakstri Útgefandi: Kartöflumýsnar Útgáfunúmer: Kartöflumýsnar 001 Ár: 1995 1. Síðasta lagið 2. Einkunnadvergarnir 3. Nornin Nunn 4. Hlustaðu á mig 5. Táraflóð 6. Ringtasu 7. Apalagið 8. Mislitt fé 9. Kóngur í túni 10. Ber undir berum himni 11. Þolum ekki morgna 12. Músaspil Flytjendur: Björn Hjálmarsson – söngur og raddir…

Kasion (1977-78)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Kasion sem lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins um eins árs skeið  (1977-78), einkum á Klúbbnum. Meðlimir Kasion eru því með öllu óþekktir Svo virðist sem sveitin hafi komið saman og leikið á einu þorrablóti 1986.

Kaskó [1] (1965-67)

Hljómsveitin Kaskó frá Fáskrúðsfirði var skipuð fremur ungum meðlimum en sveitin var starfrækt á árunum 1965-67, og hugsanlega lengur. Meðlimir sveitarinnar voru Hafþór Eide söngvari, Ómar Bjartþórsson gítarleikari, Stefán Garðarsson bassaleikari, Agnar Eide gítarleikari [?] og Þórarinn Óðinsson trymbill. 1967 höfðu orðið einhverjar mannabreytingar í Kaskó, Hafþór hafði þá tekið við bassanum auk þess að…

Kaskó [2] (1986-91)

Dansstaðadúettinn Kaskó var kunnur á sínum tíma en Kaskó starfaði mestmegnis á Skálafelli á Hótel Esju, oft fjögur kvöld vikunnar að minnsta kosti. Dúóið kom fyrst fram 1986 og voru meðlimir þess Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari úr Vestmannaeyjum sem leikið hafði m.a. með Logum og Sín, og Helgi Sigurjónsson gítarleikari og söngvari. Þeir félagar komu oft…

Kashmir (1976)

Kashmir var skammlíf hljómsveit sem starfaði 1976. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Kashmir utan þess að Sigurður Ásmundsson var annar af tveimur gítarleikurum sveitarinnar. Allar upplýsingar um sveitina eru vel þegnar.

Katla María (1969-)

Katla María (Gróa) Hausmann er ein af stærstu barnastjörnum íslenskrar tónlistarsögu, fjórar plötur komu út með henni á sínum tíma og fáeinum árum síðar birtist hún með eftirminnilegt kombakk en þar við sat. Katla María vinnur þó eitthvað enn við tónlist. Það var í Stundinni okkar fyrir jólin 1978 sem Katla María birtist fyrst en…

Katla María – Efni á plötum

Katla María – Katla María syngur spænsk barnalög Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 127 / 786 Ár: 1979 1. Prúðuleikararnir 2. Farfuglar 3. Einn tveir þrír 4. Áramót 5. Helgarfrí 6. Við syngjum og tröllum 7. El patio de mi casa 8. Það er alveg satt 9. Draumurinn 10. Álfabyggð Flytjendur: Katla María Hausmann –…

Katrín Viðar (1895-1989)

Katrín Viðar var heilmikill tónlistarfrumkvöðull á fyrri hluta síðustu aldar, annaðist píanókennslu og rak hljóðfæraverslun svo dæmi séu tekin. Katrín (fædd Katrín Einarsdóttir Norðmann) fæddist 1895 í Reykjavík en mjög fljótlega fluttist fjölskylda hennar norður til Akureyrar þar sem hún bjó til 1908 þegar faðir hennar lést en þá fluttist hún aftur suður til Reykjavíkur.…

Kavíar (1991)

Dúettinn Kavíar var skammlíft verkefni þeirra Margrétar Örnólfsdóttur píanó- og harmonikkuleikara og Sigtryggs Baldurssonar söngvara. Kavíar kom fram í nokkur skipti haustið 1991 en þar við sat.

Kátar systur (1967-68)

Söngkvartettinn Kátar systur starfaði í Mosfellssveitinni um tveggja ára skeið 1967-68 og sungu einkum á skemmtunum á heimaslóðum. Um var að ræða fjórar stúlkur úr kirkjukór Lágafellssóknar, þær Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Úlfhildur Geirsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) en sú síðast talda lék gjarnan á gítar undir söng þeirra.

Afmælisbörn 10. janúar 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sextíu og sex ára, hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér heima og á…

Spottarnir með tónleika á Rosenberg

Hljómsveitin Spottarnir er að vakna til lífsins á nýju ári og verður komin til nægilegrar rænu til að halda tónleika á Café Rosenberg þriðjudaginn 12. janúar. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni sem leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni sem syngur og spilar á gítar og Karli…

Afmælisbörn 8. janúar 2016

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sextíu og sjö ára, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu, Gleðigjöfunum, Stefnumótum…

Afmælisbörn 7. janúar 2016

Enn og aftur er dagurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og ljóða- og textaskáld með meiru er fimmtíu og níu ára gamall. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur) Óskarsson trúbador frá…

Afmælisbörn 6. janúar 2016

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og þriggja ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 5. janúar 2016

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og eins árs gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira fremur en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði lög og…

Afmælisbörn 4. janúar 2016

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og eins árs gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og Thor‘s…

Fleiri karlakórar í gagnagrunninn

Nú er kominn inn síðasti skammturinn af karlakórum í bili og þá eru upplýsingar um hátt í hundrað kóra komnar inn í gagnagrunn Glatkistunnar, mestmegnis karlakórar þó. Karlakórinn Vísir er meðal þeirra kóra sem bættust nú í hópinn en einnig má nefna karlakórana Söngbræður, Þresti, Þrym og Víkinga svo fáein dæmi séu tilgreind hér. Áfram verður…

Karlakórinn Skjálfandi (1923-27)

Karlakórinn Skjálfandi hélt uppi sönglífi Húsvíkinga um fjögurra ára skeið á árunum 1923-27. Afar litlar heimildir finnast um þennan kór, ein þeirra segir að Einar Guðjohnsen verslunarmaður á Húsavík hafi verið stjórnandi hans en önnur heimild segir Stefán Guðjohnsen hafa gegnt þeim starfa. Allar frekari upplýsingar varðandi Karlakórinn Skjálfanda væru vel þegnar.

Karlakórinn Svanir [1] (1915-80)

Karlarkórinn Svanir á Akranesi var sá kór hérlendis sem hvað lengst hefur starfað en hann starfaði nær samfellt í sextíu og fimm ár á síðustu öld. Sögu kórsins er þó ekki lokið því hann var endurreistur haustið 2013 og lifir ágætu lífi í dag. Litlar heimildir er að finna um kórinn frá fyrstu árum hans,…

Karlakórinn Svanir [1] – Efni á plötum

Karlakórinn Svanir [1] [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 255 Ár: 1967 1. Nú er vor 2. Walking at night 3. Af stað héldu paurar 4. Manuela (Serenata cubana) 5. Siglingavísur 6. Ég veit eina baugalínu 7. Maríuvers Flytjendur: Karlakórinn Svanir – söngur undir stjórn Hauks Guðlaugssonar Guðmundur Jónsson – einsöngur Jón Gunnlaugsson – einsöngur Alfreð…

Karlakórinn Svanur [1] (1906-23)

Hér verður eftir fremsta megni reynt að púsla saman sögu Karlakórsins Svans á Þingeyri sem ýmist var kallaður Söngfélag Þingeyringa, Söngfélagið Svanur eða Karlakórinn Svanur en saga hans spannar nokkra áratugi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Upphaf þessarar sögu má rekja til 1906 eða 08 og gekk kórinn fyrstu árin undir nafninu Söngfélagið Svanur, Bjarni…

Karlakórinn Svanur [2] (1917-21)

Karlakórinn Svanur mun hafa verið starfræktur í Keflavík á árunum 1917-21. Friðrik Þorsteinsson var stjórnandi kórsins en hann var aðeins sautján ára gamall er hann fékk þann starfa 1917. Allar nánari upplýsingar um þennan kór óskast sendar til Glatkistunnar.

Karlakórinn Söngbræður [1] (1946-54)

Karlakórinn Söngbræður var í raun meira í ætt við söngflokk en kór til að byrja með en þetta var tuttugu manna hópur sem starfaði á árunum eftir seinna stríð á Selfossi, hugsanlega að einhverju leyti meðal starfsmanna Mjólkurbús Flóamanna en Selfoss var á þeim tíma tiltölulega lítill bær að byggjast upp í kringum MBF. Ingimundur…

Karlakórinn Víkingar [1] (1945-60)

Litlar upplýsingar finnast um Karlakórinn Víkinga sem starfaði um miðja síðustu öld í Garðinum – hugsanlegt er að kórinn hafi borið nafnið Karlakórinn Víkingur. Vitað er að kórinn starfaði 1945 og 1960, og að sr. Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum stjórnaði honum um tíma. Annað liggur ekki fyrir um þennan kór.

Karlakórinn Vísir (1923-83)

Karlakórinn Vísir á Siglufirði átti sér langa og merkilega sögu en eftir hann liggja fjölmargar útgáfur sem ná yfir sjötíu ára tímabil. Tónlistarhefðin á Siglufirði hafði til þessa miðast við þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var kunnur um land allt fyrir starf sitt, hann kom einmitt að stofnun kórsins og var síðar gerður að heiðursfélaga…

Karlakórinn Vísir – Efni á plötum

Karlakórinn Vísir [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1091 Ár: 1933 1. Ave María 2. Sunnudagsmorgun Flytjendur: Karlakórinn Vísir – söngur undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar Aage Schioth – einsöngur Karlakórinn Vísir og Karlakór Akureyrar [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1092 Ár: 1933 1. Ég vil elska mitt land 2. Veiðimaðurinn Flytjendur: Karlakórinn…

Karlakórinn Vökumenn (1958-81)

Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði. Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði…

Karlakórinn Þrestir [2] (1931-49)

Karlakórinn Þrestir á Þingeyri við Dýrafjörð var líkast til varla nema söngfélag, í besta falli lítill karlakór, sem starfaði vestra um árabil. Kórinn var stofnaður sumarið 1931 og var Baldur (Bernharður) Sigurjónsson organisti og trésmiður á Þingeyri stjórnandi hans. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi hann starfaði en síðustu heimildir um hann er að finna…

Karlakórinn Þrymur [1] (1905-18)

Á Húsavík starfaði Karlakórinn Þrymur rétt eftir aldamótin 1900. Hann var stofnaður fyrir frumkvæði Stefáns Guðjohnsen en hann stjórnaði kórnum einnig. Þrymur starfaði á árunum 1905 til 1918 en tvö síðustu árin var komið los á starfsemina og að lokum hætti hann. Einum og hálfum áratug síðar var nýr karlakór stofnaður á Húsavík undir sama…

Karlakórinn Þrymur [2] (1933-75)

Karlakórinn Þrymur á Húsavík (hinn síðari) starfaði mun lengur en sá fyrri eða í liðlega hálfa öld. Stefán Guðjohnsen sem hafði haft veg og vanda af fyrri Þrymi kom að stofnun seinni kórsins haustið 1933 en sr. Friðrik A. Friðriksson, sem var þá nýkominn til Íslands úr Vesturheimi, og fleiri aðilar komu einnig að stofnun…

Karlakórinn Þrymur [2] – Efni á plötum

Karlakórinn Þrymur og Lúðrasveit Húsavíkur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 45 Ár: 1973 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Karlakórinn Þrymur – söngur undir stjórn [?] Lúðrasveit Húsavíkur – leikur undir stjórn [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Karlakórinn Ægir [1] (1934-39)

Keflvíski karlakórinn Ægir starfaði í fimm ár á fjórða áratug síðustu aldar. Það mun hafa verið Kristján Guðnason sem stofnaði Ægi haustið 1934 og fékk nýútskrifaðan kennara og síðar bæjarstjóra til að stjórna honum, sá hét Valtýr Guðjónsson og var aðeins tuttugu og þriggja ára gamall þegar kórinn var stofnaður. Karlakórinn Ægir starfaði í fimm…

Karlakórinn Ægir [2] (1949-54)

Tveir karlakórar störfuðu í Bolungarvík undir nafninu Ægir með margra áratuga millibili. Saga þess fyrri, sem hér er til umfjöllunar, er nokkuð óljós. Svo virðist sem í einhverjum tilfellum sé karlakórinn Ægir talinn vera sami kór og einnig hefur verið kallaður Karlakór Bolungarvíkur (1935-49), í öðrum tilfellum er saga Ægis sögð hefjast 1949 í beinu…

Karlakórinn Ægir [3] (1979-87)

Karlakórinn Ægir hinn síðari í Bolungarvík, starfaði á árunum frá 1979 og líkast til allt til 1987, síðustu árin hafði hann sameinast Karlakór Ísafjarðar en starfaði jafnframt sem sjálfstæð eining. Kórarnir tveir mynduðu síðar ásamt Karlakór Þingeyrar, Karlakórinn Erni sem enn lifir góðu lífi á Vestfjörðum. Ægir var stofnaður 1979 og fékk sama nafn og…

Afmælisbörn 3. janúar 2015

Afmælisbörnin eru tvö á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal annar liðsmaður tvíeykisins Halleluwah og fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og eins árs afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en starfrækir nú um þessar…

Afmælisbörn 1. janúar 2016

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari og leikari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar sólóferil eftir…