
Arnar Sigurbjörnsson
Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni:
Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum. Hann söng t.d. háu röddina í laginu Eitt lag enn, sem Brimkló gerði vinsælt á sínum tíma.