
The Immigrants
Djasssveitin The Immigrants (einnig nefnd The Jazz immigrants) er að meiri hluta til íslensk en hefur starfað í Svíþjóð um árabil.
The Immigrants var stofnuð 1999 í Stokkhólmi og hefur starfað með hléum, í upphafi voru meðlimir sveitarinnar Halldór Pálsson saxófón- og flautuleikari, Hjörleifur Björnsson bassleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari, George Nistor trompet- og flygelhornleikari (frá Rúmeníu) og Jerry Stenson píanóleikari (frá Hollandi). Síðar bættust í hópinn Jim Leopardo saxófónleikari og Ronnie Farsund (frá Noregi) sem leysti George Nistor af hólmi.
Sveitin kom hingað til lands haustið 1999 á Djasshátíð Reykjavíkur.














































