Tilraun var gerð til að starfrækja blandaðan kór á Neskaupstað veturinn 1968-69, hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar rétt eins og kór sem starfað hafði á staðnum rétt rúmlega áratug áður.
Stjórnandi Samkórs Neskaupstaðar var Jón Mýrdal en kórinn var skammlífur og starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði.














































