Jólasveinar einn og átta
(Lag / texti: erlent lag / þjóðvísa)
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum.
Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta
og fundu’ ann Jón á völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum
en þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum.
Einnig hefur verið sungið
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum,
í fyrrakvöld þá ég fór að hátta,
þeir fundu hann Jón á völlunum.
Ísleif hittu þeir utan gátta
og ætluðu‘ að færa hann tröllunum
en hann beiddist af þeim sátta
óvægustu körlunum.
[á fjölmörgum jólaplötum (margs konar afbrigði eru til af þessum texta)]