Sól sól skín á mig
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Pétursson og Sveinbjörn Einarsson)
viðlag
Sól, sól skín á mig,
ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni að gleðja sig,
sól sól skín á mig.
Sólin er risin, sumar í blænum,
sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
viðlag
Blómbrekkur skrautlegar iðandi anga,
andblærinn gælir við marglita vanga.
Ómar allt lífið af ylríkum söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
viðlag
Leikandi skarinn af ánægju iðar,
áin til samlætis glitrar og niðar.
Ómar allt lífið af ylríkum söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
viðlag
Blómkrónur skínandi blöðum úr slétta,
bikar sinn fullan af hunangi rétta.
Ómar allt lífið af ylríkum söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
viðlag
Finnst mér nú tilveran órofa eining,
úrelt sú kenning um mismun og greining.
Ómar allt lífið af ylríkum söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
Viðlag
[m.a. á plötunni Sumarplata Pylsuparsins – ýmsir]














































