Tengjum fastara bræðralagsbogann
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Haraldur Ólafsson)
Tengjum fastara bræðralagsbogann,
er bálið snarkar hér rökkrinu í.
Finnum ylinn og lítum í logann
og látum minningar vakna á ný.
Í skátaeldi býr kynngi og kraftur,
kyrrð og ró en þó festa og þor.
Okkur langar að lifa upp aftur
liðin sumur og yndislegt vor.
[á plötunni Varðeldakórinn – Skátasöngvar]














































