Villtur
(Lag / texti: Gildran /Þórir Kristinsson)
Rýnir út í myrkrið,
ratar ekki heim.
Haustið er að koma,
kaldan bíður seim.
Svífur út í sortann,
svartur hrafn á leið.
Á meðan bíður máninn,
þá nornir særa seið.
Óttast klærnar, læsast í
hjartans djúpu rætur.
Þar situr fugl
á naktri grein
og næturljóðin grætur.
Fjöllin á þig stara,
ofan á þína eymd.
Bráðum ertu dauður
og sálin öllum gleymd.
Villtur allra vega,
vonin orðin dauf.
Kannski ertu fallinn,
fölnað lítið lauf.
[á plötunni Gildran – Huldumenn]














































