
Tópaz
Rappdúettinn Tópaz var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 2002 og voru meðlimir hans Óli Páll Geirsson rappari og forritari og Trausti Stefánsson rappari og söngvari.
Þegar dúettinn mætti til leiks í tilraunirnar tilkynntu þeir félagar að þeir hefðu skipt um nafn þar eð samnefnd hljómsveit úr Keflavík hefði gert athugasemdir við nafngift þeirra, og myndu þeir héðan í frá kalla sig Kaffikönnu.
Tópaz / Kaffikanna komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og ekki varð framhald á samvinnu þeirra félaga eftir keppnina svo vitað sé.














































