Tríó Eyþórs (1987-91)

Tríó Eyþórs

Austfirska hljómsveitin Tríó Eyþórs var eins konar angi af hljómsveitinni Bergmál sem starfaði á Héraði en tríóið starfaði á árunum 1987 til 91, hugsanlega þó með einhverjum hléum. Svo virðist sem sveitin hafi jafnvel einnig verið starfandi 1997.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Jakobsson trommuleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari og Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og hljómsveitarstjóri en tríóið var kennt við þann síðastnefnda.