
Boggi 1973
Hljómsveit sem bar það sérstæða nafn Boggi starfaði á Héraði í tvö sumur á fyrri hluta áttunda áratugarins.
Fyrra sumarið, 1972 voru meðlimir sveitarinnar Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Jón Ingi Arngrímsson gítarleikari. Sveitin starfaði þá fram á haustið en tók aftur upp þráðinn næsta vor, þá höfðu Friðrik Lúðvíksson gítarleikari og Helgi Arngrímsson einnig gítarleikari bæst í hópinn en Jón lék þá á bassa.
Líklega hætti Boggi störfum um haustið 1973.














































