Afmæliskveðja

Afmæliskveðja
Lag og texti Hörður Torfason

Vonandi gleypirðu sólina með
óskinni minni, þá geturðu séð,
að magnaðir geislarnir flæða út um allt,
úr augum og nefi svo þér verði aldrei kalt.

Má ég hvísla’ að þér orðum, af þeim á ég nóg,
ég vil gefa þér allt, bæði himin og sjó.
Og vanti þig fleira þá segðu það hátt.
Í dag er þinn dagur, það er allt sem þú mátt.

Eins og regndropi fellur þín hamingja þér,
knúsar þig lengi einlægt og fer,
í örbylgjum út frá þér hvar sem þú ert.
Þú geislar af orku og færð ekki að því gert.

Verði líf þitt sá leikur sem þú leikur við það.
Leiksviðið stór spannar stundir og stað.
Þú skilar því aftur með kurteisi og pí.
Þakkar pent fyrir og ert farinn á ný.

Lífsglaðir smávindar leiki um þitt hár,
hringsóli lengi og teygi hvert ár.
Megi svo hamingjan hanga um þinn háls,
hanga þar lengi því þá ertu frjáls.

Úr kryddjurtum mannlífsins vef ég þér krans.
Tónaflóð gleðinnar semur þinn dans.
Þú mannvera góða sem átt þetta lag,
njóttu þess lengi, þú átt afmæli í dag.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]