Blóm

Blóm
(Lag og texti Daníel Ágúst Haraldsson)

Varði vökvaði blóm
uns vökvakannan varð tóm.
Smellti fingum, stappaði fótum,
söng um leið Hér skýt ég rótum.

Fyrr en varði fann
fagran álfasvann,
eigruðu saman um álfalönd.
Alein þau leiddust hönd í hönd.

Viðlag
Úr mannheimum
til álfheima
Láttu blómin tala,
lífsblóm af sér ala.
Fleygðu þér til foldar
í faðm til móður jarðar.

Hvernig var með kotið,
konuna heima og slotið.
Í Háaleitið hugðist aftur
héldu engin bönd né kraftur.

Viðlag

[af plötunni Nýdönsk – Regnbogaland]