Stúlka

Stúlka
(Lag og texti Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Venjuleg íslensk stúlka
með ákafa þjónustulund.
Fullorðnir karlmenn að rífast
um klettastrendur og sund.

Víkingar sigldu að landi
eftir klifur upp klettaband.
Hver á að drottna yfir sandi
sem umkringir íslenskt land.

Hver á þúst – þúfustör
Hver á hól – hófaför
Hver á fjall – fyrnindi
Hver á gras – grágrýti.

Venjuleg íslensk stúlka
með ákafa þjónustulund.

Ótal erlendar stúlkur
í útlöndum fjör.
Glaðbjartir hrútar að hyrnast
um hornbandaskreyttar ær.

Svona á sveitin að vera
langt fram á haust.
Eins gott að þær láti
það afskiptalaust.

Ótal erlendar stúlkur
í útlöndum fjær.

Hver á þúst – þúfustör
Hver á hól – hófaför
Hver á fjall – fyrnindi
Hver á gras – grágrýti.

[af plötunni Nýdönsk – Regnbogaland]