Hvers vegna?

Hvers vegna?
Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Stefán Jónsson

Hvers vegna er hvert lítið barn svo lítið?
Og lífið allt svo undarlegt og skrítið?
Og allt svo ótryggt hér,
að enginn sinnir mér.
Þið fáið sjá hvað satt er.

Ég vil að börnin fái að fæðast stærri,
um fermingu, það gæti látið nærri,
því eftir sjálfum sér að bíða erfitt er
þið fáið sjá hvað satt er.
Þið fáið sjá hvað satt er.

Þá felldi enginn framar tár því flestu væri breytt,
og enginn pabbi yrði sár og engin mamma þreytt.

Ég vil að börnin fái að fæðast stærri,
um fermingu, það gæti látið nærri,
því eftir sjálfum sér að bíða erfitt er
þið fáið sjá hvað satt er.
Þið fáið sjá hvað satt er.

[m.a. á plötunni Erla Þorsteins – Stúlkan með lævirkjaröddina]