Regnbogaland

Regnbogaland
(Lag og texti Daníel Ágúst Haraldsson)

Langt langt í fjarska
er lítil fögur storð.
Hafgrænt Ægishjarta
hlýjar manni um sporð.

Bárurnar grænar brotna
á bleikum sandi.
Brimheitt löðrið botnar
á Regnbogalandi.

Glampandi sólskin annan, grenjandi rigning hinn.
Svona á veðrið að vera, veðurguðinn minn.

Viðlag
Skutlum okkur útí,
steypumst á bólakaf. Köfum í ævintýrið, stingum hina af.

Dreif mig til draumanna þing,
dansaði í hring mitt hjarta.
Ég sá hana fyrir mér hreina
drifhvíta og bjarta.

Koparrautt var hárið og rjóð var hún í kinnum.
Ég kyssti rósavarir hundrað þúsund sinnum.

Viðlag

[af plötunni Nýdönsk – Regnbogaland]